Við sendum á alla afhendingastaði Dropp. Frí heimsending ef verslað er fyrir 13.500kr eða meira

Vottanir

Vottarnir eru loforð framleiðandans að vörurnar hans standist fyrir fram ákveðinn staðal og veitir ákveðið gagnsæi í framleiðsluferlið. 
Það eru til ýmsar vottarnir sem lúta að mismunandi þáttum framleiðslunnar. Umfangsmesta vottunin er GOTS. 

GOTS stendur fyrir Global Organic Textile Standard eða Alþjóðlegi staðallinn fyrir lífræna vefnaðarvöru. GOTS hefur skýr skilgreind viðmið og leggur upp úr gagnsæi. Staðallinn setur þær kröfur að vefnaðarvara þarf að vera í að minnsta framleidd úr 95% lífrænt ræktuðum trefjum og framleiðslan þarf að vera bæði umhverfislega og félagslega ábyrg.  

Félagslegir þættir:
Öruggt starfsumhverfi fyrir alla,
Laun sem tryggja örugga framfærslu
Vinnutími er sanngjarn
Barnaþrælkun er með öllu óheimil 
Vinnuvernd og kjarasamningafrelsi

Dýravelferð:
Mulesing og tail docking ásamt öllu ofbeldi í garð dýranna er bannað
Dýr búa við góðar aðstæður
Allar nauðsynlegar aðgerðir skulu vera gerðar með staðdeyfingu og ávalt skal hafa velferð dýranna að leiðarljósi

Umhverfis þættir:
Öll umhverfishættuleg efni eru bönnuð á öllum stigum framleiðslunnar
Nota skal GOTS samþykkt litar- og hjálparefni
Ferli heildsala á bæði útflutningi og innflutningi á vöru þarf að fylgja GOTS stöðlum til að hafa eins lítið skaðleg áhrif á umhverfið og kostur er.

Að hafa einn sameiginlegan staðal þýðir að textílvinnslur og framleiðendur geta flutt út efni sín og flíkur með einni lífrænni vottun sem er viðurkennd á öllum helstu mörkuðum. Þetta gagnsæi veitir neytendum einnig vald til að velja sannarlega lífrænar vörur sem eru fengnar úr grænum aðfangakeðjum