Við sendum á alla afhendingastaði Dropp. Frí heimsending ef verslað er fyrir 13.500kr eða meira. Það er hægt að sækja pantanir á Grensásveg(heimahús) Fimmtudaga 17-19

Skilmálar

Afhending vöru

Við sendum á alla afhendingarstaði Dropp.

Sendingarkostnaður reiknast á við lok kaupa, ef verslað er fyrir 13.500 kr eða meira er sendingin frí.

Allar pantanir eru afgreiddar 1-3 virkum dögum eftir að pöntun á sér stað. Við reynum alltaf að afgreiða pantanir eins fljótt og auðið er, oft samdægurs. 

Verð á vöru og sendingarkostnaður

Verð á vörum er með 24% virðisaukaskatti. Natura knitting áskilur sér rétt til að breyta verði án fyrirvara.

Ef að verð á vöru vantar eða er vitlaust skráð inn áskilur Natura Knitting sér rétt til að hætta við pöntun og endurgreiða viðskiptavini þá upphæð sem hann greiddi.

Sendingarkostnaður bætist við áður en gengið er frá kaupum. Ef verslað er fyrir 13.500 kr eða meira sendum við frítt.

Greiðsluleiðir

Við notumst við greiðslukerfi Teya og tökum við debet og kredit kortum, og Netgríó
Millifærslur - greiðsla þarf að berast innan við sólarhring eftir kaup og vörur eru ekki afgreiddar fyrr en greiðsla hefur borist. 
Kt: 430107-1430
rkn: 0512-26-000959   

Að skipta eða skila vöru

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn framvísun sölureiknings sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu ástandi og í upprunalegum umbúðum. 
Athugið að ef að við vindum upp garn fyrir viðskiptavini fæst því hvorki skilað né skipt.
Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað. Ef kaupandi vill ekki skipta vörunni fyrir aðra vöru getur hann fengið endurgreitt.

Gölluð vara

Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn.

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.