Við sendum á alla afhendingastaði Dropp. Frí heimsending ef verslað er fyrir 13.500kr eða meira. Það er hægt að sækja pantanir á Grensásveg(heimahús) Fimmtudaga 17-19

Candle care 101

Fyrsta brennsla
Við viljum meina að þetta sé mikilvægasta skrefið til að fá sem besta nýtingu út úr kertinu þínu. 

Í fyrsta skiptið sem þú kveikir á kertinu er mikilvægt að leyfa því að brenna í u.þ.b. 3-4 klst. eða þar til yfirborðið hefur bráðnað. 

Kertavax hefur minni, ef þú slekkur of fljótt á kertinu myndast hringur eða skil í kringum kveikinn þar sem yfirborðið bráðnaði. Í næstu brennslum er hætt við því að kertið muni þá aðeins bræða yfirborð við kveikinn. Þá myndast hola og líftími kertisins styttist gífurlega. 


Gott að hafa í huga: Ekki brenna kertið lengur en 4-5 klst. í senn, Kertið getur þá ofhitnað

 Snyrtu þráðinn
 
Til þess að viðhalda jöfnum og fallegum bruna mælum við með því að snyrta þráðinn niður í 6 mm. í hvert skipti sem kveikt er á kertinu. 

Með því að snyrta þráðinn komum við einnig í veg fyrir reyk og sót sem getur myndast út frá kertum. Ef þráðurinn hallar mikið í aðra áttina er gott að rétta þráðinn við til að fá jafna brennslu og koma í veg fyrir að krukkan ofhitni.  

Varúð: Þegar um 15% er eftir af kertinu aukast líkur á því að kertið ofhitni valdi hitaskemmdum á nærliggjandi hlutum. Við hælum því ekki með að kveikt sé á kertinu eftir þann tíma.