Ath Ath Ath! Páskafrí dagana 16-24 apríl. Allar sendingar sem berast eftir hádegi 16. Apríl verða sendar út föstudaginn 25. Apríl. Til að bæta ykkur upp biðina verður 10% afsláttur sem reiknast sjálfkrafa í körfu.

Um okkur

Framboð á garni hefur aukist mikið seinustu ár og á sama tíma eru neytendur að verða meðvitaðir um neyslumynstur sitt.

‘’Sustainable fashion, ethical clothing og fair production’’ eru slagorð sem neytendur heyra oft en þessi slagorð geta haft margar merkingar og oft ekki skýrt hvað liggur á bak við þau.

NaturaKnitting er netverslun sem leggur áherslu á að selja aðeins garn frá fyrirtækjum sem eru með allt sitt á hreinu, skýra stefnu og gegnsæi hvað varðar kjör verkafólks, dýravelferð og umhverfissjónarmið.